13.5.2014 | 17:56
Loksins fara flugmenn að svara fyrir sig
Gífurleg launahækkun stjórnenda
Viðskipti | mbl | 13.5.2014 | 17:00 Yfirmenn og stjórnarmenn Icelandair hafa á síðustu fjórum árum hækkað í launum um 13% til 211%. Meðalhækkun stjórnarformanns og stjórnarmanna er um 160% en forstjóri og aðrir yfirmenn í samstæðunni hafa hækkað um 52% að meðaltali. Þetta kemur fram í tölum sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna birti.
Það er frábært að flugmenn skuli nú svara þeim ótrúlega áróðri sem beinist gegn þeim á bókastaflega öllum fjölmiðlum landsins, og einnig á netmiðlum. Flugmenn eru jú í kjaradeilu og nota þau meðul sem lög leyfa í landinu.
Flugmenn eru ekki tilbúnir að fara í fótspor þeirra sem semja fyrir þá sem lægstu launin hafa og gera sér að góðu að fá 2,8 % hækkun á lágu launin í landinu meðan kennarar og hærri launaðir fá t.d. 16 % hækkun eða meira. Ég skil þá vel.
![]() |
Gífurleg launahækkun stjórnenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)