29.3.2014 | 15:36
Lifsháski eftir Halldór Svavarsson
Ég má til með að kynna bókina Lífsháski en bókina skrifaði Eyjamaðurinn
Halldór Svafarsson seglasaumari með meiru.
Bókin er bæði skemmtileg og spennandi, þetta er góð saga um börn sem lenda í lífsháska
og gott fólk sem starfar bæði á sjó og landi.
Hún gerist að mestu við sjó á litlu skeri með vita og skipsbrotsmannaskýli , einnig um borð
í skipi sem lendir í slæmu veðri og á í erfiðleikum.
Þetta er bók sem allavega höfðar til mín og örugglega margra sjómanna,
einnig ætti hún að höfða til þeirra sem lifa og búa við sjávarsíðuna.
Sem sagt góð bók sem hefur kannski líka boðskap sem við höfum gott af að
kynnast. Þetta er bók sem ég mæli með að bæði börn og fullornir lesi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)