5.2.2014 | 11:38
Vinnufíkill eða dugleg manneskja ??
Vinnufíkn
Fimmti hver Íslendingur með mikla vinnufíkn, þetta er fyrirsögnin í Fréttablaðinu í gær, og þar segir m.a.: " Vinnufíkn er óstjórnleg þörf eða árátta til að vinna mikið. Þetta snýst ekki um að viðkomandi sé svona ánægður í vinnunni eða það sé svona gaman, heldur er það innri þörf sem hvetur hann áfram til að vinna öllum stundum, segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, vinnusálfræðingur og ráðgjafi hjá Capacent .
Í greininni kemur einnig fram að 65 % starfandi fólks vinna jafnan meira en 40 stundir á viku og 18% starfandi fólks vinna meira en 50 stundir á viku og 20% langar ekki að fara í vinnu á morgnana.
Með greininni er svo mynd af sofandi konu sem á sennilega að vera alveg búin á því, búinn að vinna við tölvuna sína allan daginn, klukkan á vegnum fyrir aftan hana sýnir 16,30 þannig að hún er líklega komin á yfirvinna og er líklega ekki vinnufíkill.
Ég er langt í frá að gera lítið úr almennri skrifstofuvinnu eða vinnu við tölvu, hef sjálfur unnið mikið við þessháttar störf á síðustu árum og finnst það þreytandi til lengdar. En gaman væri að vita hvar vinnusálfræðingurinn hefur verið að gera sína rannsókn. Er líklegt að hann hafi farið í Byggingavinnufyrirtæki þar sem menn eru úti í hvaða veðri sem er og á hvaða tíma sem er langt fram eftir kvöldi, eða í fiskvinnslufyrirtæki þar sem oft er langur vinnudagur og vaktir, eða út á sjó þar sem skylduvinna sjómanna er 6 tímar og 6 tímar frí eða vinnuskylda 12 tímar á sólahring samtals 84 tímar á viku hið minnsta. Eða hefur vinnusálfræðingurinn farið í sláturhús, eða í álver þar sem unnið er á 12 tíma vöktum, og svona mætti lengi telja. Það væri fróðlegt að vita hvernig vinnusálfræðingurinn skilgreindi þetta duglega fólk sem vinnur þessi erfiðisstörf, hvort hún skilgreinir þau sem vinnufíkla. Það er mikið af fólki á Íslandi sem vinnur langan vinnudag á skítalaunum og er þá að vinna samkvæmt samningum og lögum þessa lands.
Auðvitað vildi margt af þessu fólki sem vinnur alltof langan vinnudag við þessi erfiðu störf, vinna minna og bera meira úr bítum, en launin eru lág og til að hafa ofan í sig og á þá verða menn og konur að vinna meiri yfirvinnu, og taka því að vera kallaðir af "vinnusálfræðingum,, vinnufíklar í staðin fyrir dugnaðarfólk.
Mig grunar að þessi ransókn hafi einmitt verið gerð á skrifstofum ýmissa fyrirtækja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2014 | 10:55
Skipverjar á Engey Re vertíðina 1969
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)