Mikil þoka

Tveir gamlir farmenn voru að bera saman minningar sínar:

London er mesta þokubæli sem ég hef komið í, sagði annar.

Nei ég hef komið í annan stað sem er mun verri  sagði hinn.

Hvaða staður skyldi það geta verið ? spurði sá fyrri undrandi.

Það sá ég aldrei fyrir þoku.


Ingvar í Skógum

          

Ingvar í Skógum

 

 

 Það var sagt í gamla daga um þá sem voru fljótir að beita línu, að þeir væru beitumyllur. Hér er mynd af Ingvari í Skógum sem var einn af þeim sem var beitumylla. Þarna er hann að beita úr haug eins og kallað var, ábótin á veggnum og hnífar stungnir í þilið. 

Ég beitti með Ingvari og get staðfest að hann var fljótur að beita og ekki síður klár í að greiða línuflækjur, en það var líka kúnst að kunna. 

Ingvar býr nú á Hraunbúðum í Eyjum. 

Myndin er úr sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979. 


2. stigs nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1977

Þeir luku II. stigs prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum vorið 1977 t.f.v: Ólafur Örn Ólafsson, Sigmar Gíslason, Erlendur Þórisson, Benóný Færseth og Ægir Örn Örn Ármansson. Flott klæddir strákarnir, sennilega er myndin tekin á skólaslitum.

II. stigs nemendur 1977


Bloggfærslur 31. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband