LOÐNIR LEPPAR

 

Þorsteinn Lúter Jónsson Prestur

 

 

 Þorsteinn Lúter Jónsson prestur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

LOÐNIR LEPPAR

 

Loðna er sagt að lifi í sjó,

loðna þorskinn seður,

loðna í hverri liggur þró,

loðna uppi veður.

 

Loðinn gerir lofa mans

loðnan fagurskæra;

hún byggir síðan húsið hans

og hamingjuna kæra.

 

Hún breytist líka í bílaflóð,

sem brunar eftir vegum,

en bensíninu brennir þjóð

í bílum skemmtilegum.

 

Ef loðin gerast loforð mín,

lævís, hál og ýtin,

sú loðna – - góði gættu þín,

  • – er gráðug eins og hítin.

 

Sr. Þorsteinn L. Jónsson

 


Bloggfærslur 21. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband