2.1.2014 | 22:38
Vitlaust gengið frá gúmmíbjörgunarbátum
Nú fyrir nokkrum dögum fór ég bryggjurúnt um Hafnarfjarðahöfn og Reykjavíkurhöfn, þar sem nokkuð mörg skip voru í höfn gerði ég smá athugun á frágangi gúmmíbjörgunarbáta um borð í þessum skipum.
Í þremur stórum skipum voru gúmmíbjörgunarbátar sem ekki voru rétt frá gengnir í Losunar og sjósetningarbúnaði. Þetta er ekki nógu gott og merkilegt að sjómenn og skipaskoðunarmenn skuli ekki en vera búnir að læra að ganga frá þessu mikilvæga björgunartæki í gálgana :-(
Þarna snýr fangalínan út að síðu skipsins þannig að ef bátnum er skotið út svona fyrir komið í búnaðinum, þá lendir hann á hvölfi í sjónum. Fangalínan snýr honum við í loftinu á meðan hann er að blásast upp, þetta hefur verið margprófað, og reyndar liggur ljóst fyrir ef menn hugsa málið.
FANGALÍNA 'A AÐ SNÚA INN Í SKIPIÐ.
Bloggar | Breytt 3.1.2014 kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)