4.12.2013 | 13:29
Tveir einbúar tala saman
Tveir einbúar tala saman.
Hann:
Oft mér leiðist einn, þó ekki sé ég sveinn
reyndar verð ég hreinn, ef ragast ei við neinn.
Hún:
Einlífið oft kann beyja, þótt ekki sé ég meyja.
það er best að þegja, þegar ekkert má segja.
Hann:
Væri ekki gaman, viljan höfum tamann,
það eikur eflaust framan ef okkur kæmi saman.
Hún:
Að þínu húsi hlúa, þar við verðum búa,
ef mér ei villt trúa ég aftur verð að snúa.
Skrifaði þetta orðrétt úr Ljóðabókinni Blandaðir ávextir eftir
Unu Jónsdóttir Sólbakka.
SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)