Tveir einbúar tala saman

Tveir einbúar tala saman.

 

Hann:

Oft mér leiðist einn, þó ekki sé ég sveinn

reyndar verð ég hreinn, ef ragast ei við neinn.

 

Hún:

Einlífið oft kann beyja, þótt ekki sé ég meyja.

það er best að þegja, þegar ekkert má segja.

 

Hann:

Væri ekki gaman, viljan höfum tamann,

það eikur eflaust framan ef okkur kæmi saman.

 

Hún:

Að þínu húsi hlúa, þar við verðum búa,

ef mér ei villt trúa ég aftur verð að snúa.

 

 

Skrifaði þetta orðrétt úr Ljóðabókinni Blandaðir ávextir eftir

Unu Jónsdóttir Sólbakka. 

 SÞS


Bloggfærslur 4. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband