Ómetanlegt að eiga þessar björgunarsveitir

Það er ómetanlegt að eiga þessar björgunarsveitir vítt og breytt um landið alltaf til taks þegar illviðri skella á oft með stuttum fyrirvara. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því erfiða verkefni sem þetta fólk leggur á sig að vera úti í snarvitlausu veðri og vinna hörðum höndum við að bjarga öðru fólki.

Eitt getur hver og einn gert til að sýna þessum björgunarsveitum að við metum þeirra störf, það er að kaupa af þeim flugelda nú fyrir áramótin. Þannig stuðlum við að því að björgunarsveitirnar geti haldið við þeim björgunarbúnaði sem þær svo sannarlega þurfa við erfiðar aðstæður eins og nú þessa dagana.


mbl.is Hátt í 200 manns björguðu jólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband