3.7.2012 | 23:08
Tvær forystukonur kjörnar heiðursfélagar SVFÍ 1984
Á 20. landsþingi Slysavarnarfélagsins sem haldið var í Vestmannaeyjum 18. til 20. maí 1984 voru tvær forustukonur úr svd Eykyndils kjörnar heiðursfélagar Slysavarnarfélags Íslands, þær Anna Halldórsdóttir og Sigríður Björnssdóttir.
Báðar höfðu þær lengi verið í forustusveit svd Eykyndils og báðar höfðu þær gengt forustu í félaginu.
Haraldur Henrýsson þakkaði þeim við þetta tækifæri vel unnin störf að slysavarnarmálum um leið og hann afhenti þeim heiðurskjöl til staðfestu á kjöri þeirra sem heiðursfélaga. Voru þær hylltar af þingheimi með langvinnu lofataki.
Mynd t.f.v: Sigríður Björnsdóttir Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ og Anna Haraldsdóttir, þær halda þarna á heiðurskjölum sínum.
Eykyndilskonur hafa áorkað miklu í öryggismálum sjómanna í Vestmannaeyjum og víðar, væri fróðlegt að taka það saman og byrta í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja þarsem það á heima, þær eiga því skilið að nafni þeirra sé haldið á lofti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)