Sjóstangveiðifélag Vestmannaeyja

SJÓVE 1SJÓVE 3

Á fyrstu mynd eru t.f.v: Sverrir Einarsson tannlæknir, Bragi Jósepsson (Staumfjörð) og Axel Ó lárusson skósali. Á mynd tvö eru t.f.v: Sveinn Jónsson, Sævar Sæmundsson, Eiríkur Sigurgeirsson og Jón Ögmundsson frá Litlalandi við Kirkjuveg. Þarna er Gullfoss í baksín en hann var hér í höfn yfir  áhvítasunnuna og var notaður sem hótel fyrir aðkomumenn aðalega útlendinga sem komu til Vestmannaeyja á Sjóstangveiðimót.

Sjóstangveiðifélag Vestmannaeyja

 

Sjóstangaveiðifélag VestmannaeyjaSaga  Sjóstangveiðimóta í Vestmannaeyjum nær aftur til ársins 1960 eða í 50 ár, en þá var haldið mót á vegum Flugfélags íslands. Hugmyndin var þeirra Flugfélagsmanna, en þeir fengu Axel Ó Lárusson til að sjá um framkvæmdina í Eyjum.  Aðrir sem komu þarna við sögu voru m.a.  Páll Þorbjörnsson sem var yfirvigtarmaður og Guðlaugur Stefánsson  í Gerði sem sá um að rita það sem þurfti. Flugfélagsmótin urðu þrjú, en í febrúar 1962 kom upp áhugi til að stofna Sjóstangveiðifélag í Vestmannaeyjum fékk það félag nafnið SJÓVE. Fyrsta stjórn félagsins skipuðu þeir Þórhallur Jónsson formaður, Axel Ó Lárusson gjaldkeri og Steinar Júlíusson var ritari.

Það var oft gaman að fylgjast með þessum stangveiðimótum fyrstu árin sem þau voru haldin í Eyjum, þar sem mikið líf var á bryggjum þegar bátar komu að landi og verið var að vigta þann afla sem fékkst. SJÓVE var mjög virkt félag í mörg ár og er kannski enþá.     Eins og svo oft áður er það sama fólkið sem gegnum tíðia hafa verið drifjaðrirnar í þessum félagsskap. Hér fyrir neðan má sjá mynd af hluta af því fólki.

 

 

 

 

 

SJÓVE 2 

Stjórn SJÓVE 1987, t.f.v: Aðalbjörg, Þóra, og Þuríður, aftari röð; Magnús, Pétur, Jón og Jóhann Listó

 


Bloggfærslur 22. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband