19.3.2011 | 22:16
Sjóvarnargarður byggður við Stokkseyri
Mér er sagt að þessar myndir séu frá byggingu brimvarnargarðs við strandlengjuna sem liggur að Stokkseyri, ekki fylgir sögu hvaða ár þessi garður var gerður. En það er gaman að skoða þessar myndir sem eru frá bygginu hans og vetrarmyndin sýnir hann fullbúinn.
Myndirnar eru sagðar frá Eyrarbakka, en mér er sagt að þessi brimvarnargarður sé við ströndina að Stokkseyri, ef einhver veit betur væri gott á fá athugasemd.
Hér er brimvarnargarðurinn í Vetraebúningi.
- Frá bloggvini mínum Sigurlaugi Þorsteinssyni
Sæll Sigmar.Ég er næstum því viss um að þetta er við Stokkseyri,alla vega er myndin af Graddanum tekin fyrir austan höfnina á Stokkseyri og alla jafna er garðurinn hærri við Eyrarbakka eða réttara landið að garðinum lægra,en þessi garður skemmdist mikið í flóði og var lagfærður frá höfninni á Eyrarbakka og austur fyrir Stokkseyri,þessa garðs er að ég held fyrst minnst eftir Básendaflóðin og samkv frásögn á sjórinn að hafa náð inn í Skerflóðið og skemmt bæði land og hús,,Jarðirnar Gamla-Hraun,Litla-Hraun og fl urðu illa fyrir barðinu á því flóði,en á Gamla-Hrauni bjó langafi minn,Jón Guðmundsson,síðan urðu flóð um 1980 eða eftir þann tíma og eftir þau var ráðist í viðgerðir á garðinum
Bloggar | Breytt 22.3.2011 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.3.2011 | 19:00
Falleg vísa til Guðmundar heitins Ingvarssonar
Guðmundur Ingvarsson ( f. 25. ágúst 1904 d. 10. mars 1986) lengi starfsmaður Kaupfélags Vestmannaeyja og til margra ára í aukasttarfi hjá Samkomuhúsi Vestmannaeyja.
Þegar Guðmundur var sextíu ára sendi Guðni B. Guðnason , þá Kaupfélagsstjóri , samstarfsmanni sínum þessa vísu:
Guð mun alltaf gæfu strá
á góðra manna vegi.
Óskir bestu okkur frá
áttu á þessum degi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011 | 17:58
Á leið frá Noregi
Um borð í Ísleifi IV . á leið frá Noregi t.f.v: Leifur Ársælsson, Sævald Pálsson, Ársæll Sveinsson og Árni Guðmundsson oftast nefndur Árni frá Eiðum.
Myndin er tekin úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flóðin munu hafa verið 1977,og ollu miklu tjóni við Stokkseyri og var bærinn umflotin sjó,3 bátar bárust upp í fjöru,minna tjón var við Eyrarbakka,þó komst sjór í nokkur hús,,,Heimild,Brim.123.is,önnur flóð urðu um 1926 sem skemmdu bæði land og hús,kanske hafði þessi flóðasaga sín áhrif um að höfnin á Eyrarbakka fékk ekki viðurkenningu sem hafskipahöfn og tryggingarfélög neituðu að tryggja báta sem lágu þar,en það er önnur saga.
Kv Laugi