Vatnsdals Hilmir er og verður alltaf til

Vatnsdals HilmirHilmar Högna

Fyrir nokkrum vikum fékk ég senda frá vini mínum  í Eyjum virkilega skemmtilega ljóðabók  er nefnist Vatnsdals Hilmir er og verður alltaf til. Ljóðin eru eftir Eyjamanninn Hilmir Högnason,  Það er gaman að lesa þessi ljóð og vísur, sérstaklega þar sem maður þekkir til staðhátta og kannast við mikið af því fólki sem vísur og kvæði fjalla um. Mörg af þessum ljóðum vekja upp hjá manni  skemmtilegar minningar frá barnæsku, þar sem leiksvæðið var hafnarsvæðið, klappirnar og Skansinn. Ekki er víst að allir skilji nema þeir sem reynt hafa, hvað Hilmir á við þegar hann segir í einu kvæðinu: " Fram á garð í einum sprett görpum fannst ei háski" Blush Ekki alltaf mikil skinsemi í því sem við peyjarnir vorum að bralla á ungdómsárunumFrown.

Þetta er ein af fáum bókum sem ekki er með eftirfarandi texta:" Bók þessa má ekki afrita með neinum hæti o.sf.v." þannig að ég vona að ég meigi setja hér örlitið af efni úr bókinni.

Eilífðarvandamál kvenna-línurnar

( Á vorfagnaði Sjúkrahús Ve. 1985.) Ómar, Eldfell og Sjúkrahúsið 

Heillaráð gegn holdafari hrjáðu

hamingjan er fólgin í því, sjáðu.

Að standa sig og vera sterk á svelli

spikið mun þá renna af í hvelli.

 

Mýgrút ráða er hér úr að moða

magnað er hvað upp á mann skal troða.

Í fjölmiðlunum fyrirheitin gyllast

fávís konan af því lætur tryllast.

 

Vandinn er að velja bestu leiðir

og varast þær sem heilsu okkar meiðir.

Aðeins nokkrar upp nú skal ég telja

er allar munu mergsjúga og kvelja.

 

Þið feitubollur aukið eigin þunga

étið gráðug svið og súra punga.

Svolgrið kaffi, mjólk og súkkulaði

og svælið síðan nikótín út taði.

 

Þá má finna ráð við þessum fjanda

sem feykir burtu áhyggjum og vanda.

Karamellur kraftaverkin gera

og konur láta garnir úr sér skera.

 

Te er komið langa leið frá kína

Lalli splæsti því á kellu sína.

Svo er sveltið varir vikum saman

sorglegt hvað það skemmir hjónagaman.  Kjartan austurbær Skansinn

 

Lásasmiðir fengu loksins vinnu

læst var hér á næstum hverri kvinnu.

Túlanum sem stoppa ei að tala

og tönnunum er kræsingarnar mala.

 

Þið allar ættuð þessi ráð að reyna

þau reynast vel, já því er ekki’ að leyna.

Ég segi satt en skrökva ekki neinu

og sjálfsagt best að nota öll í einu. 

Gull hjá Maju  og Svenna Matt    

  29. október 1993 

Ég þekki í bænum svo brosmild hjón

og bros þeirra geislar víða.

Að sjá er þau leiðast er fögur sjón

það skín af þeim ást og blíða.

Hún heitir Maja og hann Svenni Matt.

Heill ykkur báðum! Ég segi það satt.

 

Svenni og Mæja með Matta í vagni

 

Svenni og Maja með Matta Sveins í Vagni

 

 

  Hughreysting. 

Þegar sorgin sverfur að

og sólargeislar dvína

við Guð þinn eigðu orðastað

aftur mun þá skína.

 

Af ást hann talar til þín skýrt

trúum kærleiksorðum

þar til brosið bjart og hýrt

birtist eins og forðum.

 

 

 Æskuslóðir 

Oft er kátt hjá kökkunumLangalón 1

kunna’ að leika saman.

Austur á Urðarbökkunum

öllum þótti gaman.

Afapollur  þótti þá

þessi fína baðströnd.

Á ég kannski að minnast á

öll þau g´öðu leiklönd.?

 

Okkar urðu klappirnar

uppspretta til leika.

Úti voru allar klær,

eltst við krabba smeyka.

Marhnúta og murta fjöld

margan bitu’ á krókinn.

Fyrr en varði komið kvöld,

köld og blaut var brókin.

 

Lundarfarið oft var létt,

líf og fjör og gáski.

Fram á garð í góðum sprett

görpum fannst ei háski.

Pilkað fyrir kola kóð,

keilu, ufsa, trönu.

Einhver lagði sína lóð

líka fyrir Svönu.

 

Víða voru fiskimið.

Valdasker og Hellir.

Murtinn gekk við Marsskerið,Urðarviti

margur stærðar drellir.

Rekabás og Langalón

lokkuðu og seiddu.

Æskuvini okkar Jón

ævintýrin leiddu.

 

Og svo framv.

 


Bloggfærslur 11. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband