Matsveinanámskeið í Eyjum haustið 1937

kokkanámskeið

Gömul mynd: Matsveinanámskeið í Vestmannaeyjum haustið 1937

T.f.v. efri röð: Kristján Torberg, Garðstöðum; Hlöðver Johnsen, Saltabergi ; Gestur Auðunsson, Sólheimum, Jóhann Kristjánsson, Bessastíg 10; Pétur Sigurðsson, Heimagötu 20; Pétur Guðbjartsson, Brimhólabraut 2; Fremri röð frá vinstri: Guðjón Jónsson, Vinaminni; Ármann Bjarnason, Laufholti; Sigurbjörn Stefánsson; Ögmundur Sigurðsson, Lambakoti; Vigfús Guðmundsson , Vallartúni.


Góðir kokkar eru ómissandi til sjós

Hilmir

 

Ég hef ekki sett margar myndir af skipskokkum hér á bloggið mitt, en góðir kokkar eru ómissandi um borð í öllum skipum.

Myndin er tekin úr gömlu Sjómannadagsblaði frá árinu 1969 og er af Hilmari Þorvarðsyni matsveini, þá skipverji á Örfyrisey. Hann er þarna að halda upp á 6000 tonna loðnuafla með heilsteik.

Nokkuð mörg ár eru síðan Hilmar hætti til sjós en hann er lærður bilamálari og hefur stundað þá iðngrein.

Skemmtileg mynd af kokkinum Hilmari


Bloggfærslur 25. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband