25.2.2011 | 23:16
Matsveinanámskeið í Eyjum haustið 1937
Gömul mynd: Matsveinanámskeið í Vestmannaeyjum haustið 1937
T.f.v. efri röð: Kristján Torberg, Garðstöðum; Hlöðver Johnsen, Saltabergi ; Gestur Auðunsson, Sólheimum, Jóhann Kristjánsson, Bessastíg 10; Pétur Sigurðsson, Heimagötu 20; Pétur Guðbjartsson, Brimhólabraut 2; Fremri röð frá vinstri: Guðjón Jónsson, Vinaminni; Ármann Bjarnason, Laufholti; Sigurbjörn Stefánsson; Ögmundur Sigurðsson, Lambakoti; Vigfús Guðmundsson , Vallartúni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2011 | 22:40
Góðir kokkar eru ómissandi til sjós
Ég hef ekki sett margar myndir af skipskokkum hér á bloggið mitt, en góðir kokkar eru ómissandi um borð í öllum skipum.
Myndin er tekin úr gömlu Sjómannadagsblaði frá árinu 1969 og er af Hilmari Þorvarðsyni matsveini, þá skipverji á Örfyrisey. Hann er þarna að halda upp á 6000 tonna loðnuafla með heilsteik.
Nokkuð mörg ár eru síðan Hilmar hætti til sjós en hann er lærður bilamálari og hefur stundað þá iðngrein.
Skemmtileg mynd af kokkinum Hilmari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)