Minning um Mann Hannes Andresson

Hannes Andresson

Hannes Andresson HoltiHannes Andrésson 1946

 

Þann 5. nóvember 1968 fórst vélbáturinn Þráinn NK -70 austan við Vestmannaeyjar í aftaka veðri og stórsjó og brimi. Báturinn var að koma að austan af síldveiðum og var á leið til Vestmannaeyja. Ekkert fannst af bátnum þrátt fyrir mikla leit bæði með flugvélum og 40 bátum sem tóku þátt í leitinni.   Með bátnum fórust 9 menn sem allir voru búsettir í Eyjum nema einn.  Meðal þeirra sem fórust þennan dag var jafnaldri minn og skólafélagi Hannes Andrésson stundum nefndur Hannes í Holti.

Hannes var fæddur í Vestmannaeyjum 29. nóvember 1946 d. 5. nóvember 1968.

Foreldrar hans hjónin Guðleif Vigfúsdóttir frá Holti og Andrés Hannesson vélstjóri og skipstjóri í Eyjum til margra ára.

Hannes byrjaði kornungur  til sjós og var góður og ósérhlífinn sjómaður. 

Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja1969 er í Hannesar minnst og er þar m.a.  ljóð eftir Björk er nefnist Sonarminning .

 

Frá móðir og föður: 

 

Sonur minn ég sárt þín sakna.

Sár er dagsins vökustund.

- Á morgni hverjum verða að vaka

og vita að næ ei þínum fund.

- Hann – með ljáinn beitta, bitra,

birtist- dagur varð að nótt.

Sjónum hvarfst þú, kæri sonur,

Í kalda gröf – svo varð allt hljótt.

 

Ég minnist þín er varst í vöggu,

Hve vænt mér þótti um brosið þitt,

- Sporin fyrstu. – Árin áfram

einatt glöddu hjarta mitt.

Þú varðst áfram eftir heima ,

Er æsku töldust liðin ár.

-  Mamma og pabbi eru orðin

ein. – Nú ríkir hryggðin sár.

 

Við þökkum sonur ástúð alla,

alla gleði og brosið þitt.

Ég á helga hjartans minning,

sem huggar særða geðið mitt.

Samverunnar sælustunda

Sífellt geymist minning björt.

Hún linar sviða innri unda –

að ending hverfur nóttin svört.

 

Þökk sé Guði sem gaf þig sonur. –

Hann gefi þrek á reynslustund.

Hann gaf og tók, hans verði vili.

 - Þig, vinur, fel hans kærleiks mund.

Sofðu rótt. Í kaldri hvílu

Kristur vakir yfir þér. –

Góða nótt, unz  Guð oss kallar

að ganga í lífsins dýrð hjá sér.

 

 ( Björk) 

Björk var skáldanafn en hún hét Margrét Guðmundsdóttir og bjó að Vallargötu 6.


Bloggfærslur 15. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband