Er ekki þarna verið að misnota Sjómannadagurinn ???

Leggja Smáey á Sjómannadag

 

Þessi frétt af uppsögnum þriggja stýrimanna af Smáey VE er að mínu viti ekki viðeigandi.

 

Ég ætla ekki að gera lítið úr kvótaskerðingu þeirra útgerða sem fyrir henni hafa orðið, og ég get vel skilið útgerðarmenn sem hafa á undanförnum árum keypt aflaheimildir fyrir hundruð miljóna sem svo með einu pennastriki er strokað út af stjórnvöldum. Ég ætla ekki að fara að hætta mér út í umræðu um kvótakerfið sem slíkt, enda hef ég ekki hundsvit á því, veit bara að það þarf að gera lagfæringar á því, svo sátt náist um þetta umdeilda kerfi.

Það sem mér líkar ekki, er þessi fréttaflutningur sem er beinn áróður að mínu viti, þarna er verið að nota uppsagnir sjómenna til að þrýsta á stjórnvöld. Við skulum skoða þessa frétt í Fréttablaðinu sem fréttaritarinn / Óskar skrifar.

 

Fyrirsögn Fréttar:

Bergur/Huginn í Vestmannaeyjum ætlar að leggja Smáeynni á Sjómannadaginn.

Í fyrsta lagi er fyrirsögnin að mínu mati óviðeigandi.

Hvers vegna er þarna nefndur hátíðardagur sjómanna Sjómannadagurinn ? það eru 4 mánuðir í Sjómannadaginn en uppsagnarfrestur er 3 mánuðir.   

Í öðru lagi  er sagt að það hafi verið sagt upp skipstjóra og tveimur stýrimönnum þar sem þeir séu á þriggja mánaða uppsagnafresti. Síðan segir að það eigi að færa þessa þrjá skipstjórnarmenn yfir á hin skipin Vestmannaey og Bergey.

Hvað með þá skipstjórnarmenn sem eru fyrir á þeim skipum?? Fá þeir kannski uppsagnarbréf sem segir að þeir eigi að taka pokann sinn á hátíðardegi sínum Sjómannadeginum.

Hvað með vélstjórana, sem einnig eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest ? Þarf ekki að hóta þeim að þeir verði atvinnulausir á hátíðardegi sjómanna Sjómannadegi ??

 Síðan er sagt að tólf til sextán séu í áhöfn Smáeyjar VE og þeim hafi verið tilkynnt að frekari uppsagnir séu fyrirhugaðar. Þetta er að mínu viti illa dulbúinn áróður sem stenst ekki skoðun.

 

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sjómenn þurfi að fara að gera sér grein fyrir því, að það þarf að ráða fagmenn í að svara þessum lúmska áróðri sumra útgerðarmanna. Þeir forustumenn sem nú eru í forustu sjómanna virðast ekki vilja standa í þeirri vinnu að svara áróðursgreinum, og sjómennirnir sjálfir eru í dag ekki í aðstöðu til þess af óeðlilegum ástæðum sem ég þarf ekki að nefna.

 


Bloggfærslur 14. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband