8.9.2010 | 21:47
Góðir gestir frá Bandaríkjunum
Fyrir um 15 árum síðan fór Óskar Friðrik Sigmarsson til Bandaríkjana sem skiptinemi, hann var mjög heppinn með fjölskyldu en það eru því miður ekki allir svo heppnir sem fara út sem skiptinemar.
Á myndinni eru þau Jack og Aníta Morris ásamt Óskari Friðrik og Sigmari Benóný litla
Það hafði lengi staðið til að þessi ágætu hjón sem tóku svo vel á móti honum fyrir 15 árum kæmu til Íslans og heimsótti hann og hans fjölskyldu. Þetta varð nú að veruleika og ætla þau hjón að vera hér á landi í eina viku og ferðast um landið. því miður hefur veðrið ekki verið upp á það besta en samt hafa þau farið á Þingvöll og skoðað Gullfoss og skoðað söfn í Reykjavík.
Hjónin komu í kvöld í heimsókn til okkar Kollu og voru þá þessar myndir teknar.
Hér eru þær Júlía og Anita og á myndinni fyrir neðan er Magnús Orri Óskar Friðrik og Jack
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2010 | 15:55
Ekki lítil sprengja þetta
Búið er að gera tundurdufl óvirkt sem togbáturinn Skinney fékk í botnvörpuna við veiðar suður af Snæfellsjökli í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar voru um 250 kíló af sprengiefni inni í duflinu, sem er frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Það er eins gott að við eigum færa menn hjá LHG sem kunna til verka, og geta gert þessar sprengjur óvirkar. Það er nefnilega ótrulega oft sem þessar sprengjur eru að koma upp í veiðarfærum skipa, þó þær séu margra tuga ára. Það er lika eins gott að sjómennirnir okkar viti hverig á að bregðast við þegar svona lagað kemur í veiðarfæri. Það hefur komið fyrir að þessar sprengur hafa sprungið við skip þó nokkuð langt sé síðan.
![]() |
Um 250 kg sprengja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)