Einjar J. Gíslason pretikari og skipaskoðunarmaður

Einar j Gíslason, fangalinur

Einar J Gíslason var ekki bara góður og frægur pretikari hann var líka mikill áhugamaður um öryggismál sjómanna. Verðugt er að halda minningu þessara manna á lofti sem unnu hér áður fyr gott starf að öryggismálum sjómanna.

Einar í Betel eins og hann var ávalt kallaður í Vestmanneyjum var einnig sjómaður og útgerðarmaður, hann var lengi skipaskoðunarmaður þar og skoðaði einnig ásamt bróðir sinum Óskari Gíslasyni  gúmmíbjörgunarbáta sem voru á Eyjaflotanum, þeir bræður gerðu einnig út fiskiskipið Gæfu VE. Einar skrifaði á sínum tíma blaðagreinar um öryggismál, meðferð gúmmíbáta og fl. tengt öryggimálum sjómanna.

 Vestmannaeyingar hafa lengi verið í forustu hvað varðar öryggismál sjómanna og þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir því að koma sínum sjónarmiðum og öryggisbúnaði á framfæri, má þar nefna Gúmmíbjörgunarbátana. En það voru líka mörg smærri mál og eitt af því sem þurfti að berjast fyrir var á sínum tíma styrking fangalínu Gúmmíbjörgunarbáta.

Á þessari mynd er Einar með í sitt hvorri hendi fangalínur af gúmmíbát, en hann var einn af þeim fyrstu sem vildi styrkja þessar línur vegna þess að gúmmíbjörgunarbátar vildu slitna frá bátum á neyðarstundu. Hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur skipti þessum línum út þrátt fyrir mótmæli frá æðri stöðum. Samkvæmt reglum átti á þessum tíma línan að hafa styrkleika upp á 180 kg en var seinna eftir miklar umræður styrkt í 360 kg eða tvöfallt meiri styrkur. Í dag er styrkur þessarar línu 1000 kg. þannig að þarna var rétt að málum staðið eins og svo oft áður.

Myndin er úr gömlu Sjómannadagsblaði mig grunar að Sigurgeir Jónasson hafi tekið myndina. Myndin hér að neðan er af þeim brærum Einari og Óskari með einn gúmmíbát í skoðun.

bræður einar og óskar


Bloggfærslur 7. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband