5.9.2010 | 17:19
DC 3 á flugvellinum í Vestmannaeyjum
Þetta er gömul mynd af DC 3 flugvél á Vestmannaeyjaflugvelli þessiar vélar héldu uppi samgöngum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í áratugi, einnig flaugu þær á Skógasand og Hellu ef ég man rétt. Alla vega man ég eftir einni ferð með henni á Skógasand þá peyji í ferðalagi með Týrurum. Ég man einnig eftir að hafa flogið nokkrum sinnum til Reykjavíkur með DC 3 Þetta voru og eru traustar og glæsilegar flugvélar. Meira að segja hljóðið í mótorunum er traustvekjandi.
Ég læt hér fylgja með fræga auglýsingu um þarfasta þjóninn sem má finna í flestum gömlum Vestmannaeyjablöðum, þessa auglýsingu skannaði ég úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1964. Og hér áður fyr var auglýsing í Herjólfsdal yfir Þjóðhátíð sem á stóð ég held ég muni þetta rétt: Fljúgið með Föxunum flugið er ferðamáti nútímans.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)