29.9.2010 | 10:26
Sjómenn og fiskverkafólk skapa mikið verðmæti í þjóðarbúið
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 68 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 samanborið við rúma 54 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um rúma 13 milljarða eða 24,7% á milli ára.
Útgerðarmenn, sjómenn og fiskverkafólk skapa mikið verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag þó það virðist ekki hafa verið metið á síðustu árum. Allt virðist t.d. gert til að gera hlut sjómanna sem minstann, þeir fá ekki einu sinni að hafa Sjómannadaginn í friði, hann er skírður upp og er nú uppnefndur Hátíð hafsins eða Hafnardagar. Sjómannaskólinn fær ekki að halda nafninu sínu er skírður upp og heitir nú Tækniskólinn. Allt er þetta gert með samþykki stæðstu sjómannafélaga landsins svo furðulegt sem það er nú. Ég gæti nefnt margt fleira sem gert hefur verið til að gera sem minnst úr starfi sjómanna en læt þetta næja að sinni.
Þessi góða jákvæða frétt sýnir okkur hvað Sjómenn og fiskverkafólk er mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag. Þess vegna skulum við virða þessar starfsstéttir, þær eiga það skilið.
![]() |
Aflaverðmæti eykst um 24,7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)