23.9.2010 | 20:40
Óskar Matthíasson skipstjóri.
Skemmtileg mynd úr skipstjóraklefanum á Leó VE 400 en þar voru loftskeytatækin staðsett á þessum bátum.
Haförn Leó kallar ertu að hlusta Ingólfur.
Þarna er Óskar Matt skipstjóri á Leó VE 400 í talstöðinni og gæti alveg verið að kalla í bróðir sinn Ingólf Matt á Haförn VE. Takið eftir flottum gardínum við kýraugað.
Þessi talstöð var nokkuð öflug og var auðveldlega hægt að kalla í Vestmannaeyjaradíó úr Norðursjónum.
Viðbótarupplýsingar frá vini mínum Tóta rafvirkja; Þessi talstöð er dönsk og var af Pedersen gerð,þessar stöðvar báru höfuð og herðar yfir aðrar stöðvar af sama styrkleika og eins og þú segir þá voru þær ótrúlega langdrægar kv þs
Myndirnar á Ingibergur Óskarsson
Bloggar | Breytt 5.10.2010 kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)