22.9.2010 | 22:58
Gömul mynd frá Þjóðhátíð
Myndin er tekin inn í Herjólfsdal á þjóðhátíð.
Á myndinni fremst t.f.v. Er Þóra Sigurjónsdóttir, óþekktur, Valgerður Jóna Pálsdóttir, Bogga og Jóhann Krismundsson, Þórunn Óskarsdóttir ,og frú og Halldór Jónsson maður Valgerðar.
Mér sýnist þarna legra frá vera Njáll Andersen standa þarna við barnakerru og lenra til hægri Júlli á Hlíðarenda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2010 | 21:51
Áhöfnin á Leó VE 400 á vetrarvertíð líklega 1965 eða 1966
Þessi mynd er tekin á vetrarvertíð líklega 1965 eða 1966. Þarna eru ekki neinir smáþorskar á ferð. Það sem mér þykir merkilegast við þessa mynd er að þarna virðist gefinn tími til myndatöku þó í trossunni sé en óúrgreiddur fiskur. Þarna hlýtur að hafa slitnað trossan og þess vegna gefist þetta tækifæri að mynda. Óskar Matthíasson skipstjóri á Leó VE 400 frændi minn hefði ekki samþykkt það að hætta að draga til að taka mynd, það er öruggt.
Þarna má sjá t.f.v: Sigurón Óskarsson, Sigurgeir Jóhannsson kokkur, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Sigurður, vantar nafn, Kristján Valur Óskarsson, Jón Guðmundsson Vossabæ, Gísli Sigmarsson, Elvar Andresson Vatnsdal, Brandur Valtýrsson.
Sömu menn, annað sjónarhörn.
Tvíklikkið á myndirnar til að stækka þær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)