Heimaklettur

  Kolbrún Harpa

 Margir hafa gert ljóð um Heimaklett, hér er ljóð um þetta fallega fjall eftirr Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttir

 

 Heimaklettur í vetrarb.

 

 

 

 Heimaklettur 

Heimaklettur úr hafi rís,

dýrð sé þér, lof og prís.

Gyllir feld þinn sólarglóð,

skrýðist fegurst blómaslóð.

 

Stendur vörð þinn, nótt og dag,

syngja fuglar fagurt lag,

þeir eiga lífið, að launa þér,

sem að berð þá í faðmi þér.

 

Þú vörður Eyjanna tiginn ert,

þó að aldri , þú gamall sért

mun ég ætíð minnast þín

þegar lokast augu mín.

 

Höfundur

Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir

 


Gömul vetrarmynd frá Eyjum

Útssýni frá Sólbakka 2

 

Gömul kuldaleg vetrarmynd af hluta Vestmannaeyjabæjar tekin frá Sólbakka. Heimaklettur í baksýn og auðsjáanlega er þarna snjókoma.


Bloggfærslur 20. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband