2.9.2010 | 22:18
Góðir að grilla bræðurnir
Um síðustu helgi var okkur hjónum boðið til grillveislu í Fljótshliðinni nánar titekið í Bólstað hjá Sigurði Óskars og Sigurbjörgu Óskarsd. Við grillið stóð sjálfur Sigurður og er ekki að orlengja það að maturinn var frammútskarandi góður og vel tilreiddur með tilheyrandi góðu spjalli á eftir. Ég náttúruleg mátti til að smella mynd af grillaranum meðann við biðum eftir matnum.
Hér fyrir netan er mynd af Fririk Inga mági mínum við grillið en myndina tók ég fyrir margt löngu en þá var hann nokkrum kílóum léttari en við erum í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 11:21
Frábær í alla staði
Þau hafa verið kölluð Nóbelsverðlaun tónlistarinnar, Polar-verðlaunin sænsku, og er það ekki að ósekju. Þessi verðlaun hafa nú verið veitt síðan 1992, en þá hlotnaðist Paul McCartney og Eystrasaltslöndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen heiðurinn.
Björg Guðmundsdóttir er frábær hvernig sem á hana er litið, nú er hún enn einu sinni að slá í gegn með því að fá þessi mikilsmetnu verðlaun. Og enn einu sinni minnir hún umheiminn á Island á jákvæðan hátt, við meigum vera stollt af þessari nú heimsfrægu listakonu.
Til hamingu með þessi verðlaun Björk Guðmundsdóttir
Mér líður eins og ég sé rétt að byrja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)