15.9.2010 | 22:49
Bátur í davíðum
Við enda Bæjarbryggju í Vestmannaeyjahöfn er björgunarbátur í davíðum, báturinn eða svipaður bátur var þarna í gamla daga og var þá hluti af þeim björgunarbúnaði sem þá þótti nauðsynlegur við höfnina, báturinn var með gafl að aftan og var búinn fjórum árum og fljótlegt að sjósetja hann. Ég sá þegar forveri þessa báts var notaður við björgun á manni úr Vestmannaeyjahöfn í kringum 1960. Ekki veit ég hvenær honum var fyrst fyrir komið þarna við Bæjarbrygguna.
Nú virðist sem þessum bát sé eingöngu komið þarna fyrir til að fegra umhverfi Bæjarbryggju sem hann svo sannarlega gerir.
En til hvers er ég að skrifa um þennann björgunarbát ?, jú það er staðreynd að Vestmannaeyingar hafa verið í forusu hvað varðar öryggismál sjómanna, ekki bara hvað varðar öryggisbúnað um borð í fiskiskipum heldur einnig hvað varðar öryggi hafna. Þarna er staðsettur björgunarbátur sem gæti þurft að nota, en þó báturinn sé eingöngu ætlaður sem sýnigar eða skrautgripur er alveg með ólíkindum að menn skuli hafa borað tvö göt á byrðing hans til að troða böndum í gegnnum byrðinginn, gera hnút á böndin fyrir innann og nota þau til að halda bátnum að davíðunum. Ég segi nú eins og maðurinn forðum: Svona gera menn ekki (við báta). Allra síst í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum, þetta hlítur að hafa verið gert í einhverju hugsunarleysi. Ef ég man rétt þá voru bönd eða vírar klæddir slöngu settir utan um bátinn og þannig var honum haldið að davíðunum. Vonandi verður þetta lagfært og sponnsað í þessi göt á byrðing þessa fallega björgunarbáts.
Sigmar Þór
Á þessari mynd sést nýsmíðaður Haraldur og björgunarbáturinn sem var í davíðum á Friðarhafnarbryggju fyrir margt löngu.
Fyrir nokkru síðan þá bloggaði ég þessa færslu hér fyrir ofan um þennann björgunarbát við Bæjarbryggju sem mér finnst virkilega flottur og mikil prýði af honum. Í þessari blogg færslu fannst mér alveg ótækt að bora gat á byrðingin til að koma böndum fyrir sem halda bátnum að davíðunum.
Nú í rokinu gerðist það að böndin drógu sig út úr byrðingnum og stórskemdu borðið sem hafði verið gegnumborað. Vonandi verður gert við þetta sem fyrst og gengið betur frá þessu þegar báturinn verður settur aftur upp. Myndirnar tala sínu máli en þær sendi mér góður vinur minn sem mundi eftir þessu gamla bloggi mínu, þakka ég honum kærlega fyrir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)