12.9.2010 | 21:38
Frábær þáttur hjá Ríkissjónvarpinu Um Ómar Ragnarsson
Það var virkilega gaman að horfa og hlusta á þáttinn um Ómar Ragnarsson í tiefni af 70 ára afmæli hans sem verður eftir nokkra daga. Þetta er þvílíkur snillingur að hálfa væri nóg. Það sem Ómar hefur afrekað á sinni ævi er með ólíkindum og kom brotabrot af því fram í kvöld. Þetta var góður þáttur með góðum stjórnanda.
Sjálfur man ég vel eftir því þegar ég var í Sjómannadagsráði Vestmannaeyjm í þá gömlu góðu daga og Ómar var að skemmta fyrir okkur á Sjómannadaginn, að hann klikkaði aldrei svo ég muni. Oft var eingöngu haft samband við Ómar Ragnarsson og reddaði öllum þeim skemmtikröftum sem við þurftum frá Reykjavík á Sjómannadagsskemmtunina. Hann var ótrúlega duglegur að hjálpa okkur og man ég eftir nokkrum skemmtilegum atvikum sem gerðust þá baksviðs í Höllinni ég segi kannski síðar frá því hér á síðunni minni.
Ómar Ragnarsson til hamingju með 70 ára afmælið og þakka þér og þinni góðu konu fyrir að vera til og afreka þetta allt sem þú hefur gert á þinni ævi.
Kær kveðja
Bloggar | Breytt 13.9.2010 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2010 | 15:23
Í brúnni á gamla Herjólfi
Tfv. Undiritaður, og í miðið Gunnar Valgeirsson og sá með pípuna er Jónatan Aðalsteinsson sem var lengi háseti á Herjólfi. Á seinni myndinni er undirritaður ásamt Gerog Stanley sem einnig var háseti á Herjolfi, þetta var góður tími og skemmtilegir menn að vera með til sjós.
Ef einhver veit hvað þessi maður í miðið heitir væri gott að fá það í athugasemdir.
Bloggar | Breytt 18.9.2010 kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)