Stöndum öll með Slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum

Stjórn Bandalags háskólamanna, BHM, samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við kjarabaráttu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS.

Ég tek heilshugar undir stuðningsyfirlýsingu BHM, það er hneyksli að það skuli ekki vera löngu búið að semja við þessa menn. Það er einnig  merkilegt hvað fáir hafa ályktað um stuðning við Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn, eins og þeir eru okkur öllum mikilvægir. Við skulum hafa það í huga að það veit engin hvenær við sjálf þurfum á þeim að halda. Við getum lent í slysum hvenær sem er, eða  það komi upp eldur í húsum okkar eða á vinnustað. það er ómetanlegt að eiga þessa þrautþjálfuðu menn að þegar í neyð rekur hvort sem það er vinnuslys, bilslys, eldsvoðar eða önnur áföll sem við meigum eiga von á.  

Slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn  hafa einnig verið duglegir að fara í fyrirtæki og kynna rétt viðbrögð við eldsvoðum og fyrstu hjálp. Þetta hef ég sjálfur reynt á undanförnum árum.

Við skulum því standa með þessu fólki það á það sannarlega skilið af okkar samfélagi.


mbl.is BHM styður kjarabaráttu LSS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórður á Skansinum rífur skúra fyrir Ísfélagið

 

Mynd af Þórði á Skansinum
Þessi mynd er af Þórði Magnússyni á Skansinum, hann er þarna  að rífa skúrana þar sem síðar varð saltfiskhús Ísfélagsins Vestmannaeyja.
Þarna eru húsin Gefjun, Valhöll, Sjólyst, Lundur. Steini. Húsið lengst til vinstri heitir Strandberg og síðan sést aðeins í þakið á Skarði. það má leiðrétta mig ef ekki er rétt nöfn á þeim húsum sem ég hef nefnt.
Myndina tók vinur minn  Ómar Kristmannsson

Bloggfærslur 9. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband