7.8.2010 | 18:18
Enn er það þyrla LHG sem kemur til Bjargar
Landhelgisgæslan var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna tilkynningar um leka í bát rétt vestan við Þorlákshöfn. Að sögn hafnarvarðar í Þorlákshöfn gengu björgunaraðgerðir vel.
Enn sannast það hvað við eigum mikið undir því að eiga tiltækar góðar þyrlur með þjálfuðum áhöfnum. Vonandi kemmst þessi bátur að landi með menn og afla, og ef svo verður er það enn ein sönnun þess að við verðum að eiga góðar þyrlur og það ekki færri en fjórar.
Því miður hafa nokkuð margir trébátar sökkið á síðustu árum, og er það umhugsunar efni. Á síðasta ári voru 208 tréskip á Íslenskri skipaskrá í ýmsum verkefnum.
![]() |
Tilkynnt um leka í bát |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.8.2010 | 16:38
Viðhorf skipasmiða til stuttu pilsanna
Á þorrablóti Austfirðinga um árið voru þeir skipasmiðir og vísnaskáld Brynjólfur Einarsson og Hafsteinn Stefánsson spurðir um viðhorf þeirra til stuttu pilsanna hjá kvenfólkinu.
Brynjólfur svaraði:
Þótt ég fyrir ærinn aldur
ætti að vera gegnum kaldur,
af ástarþrá ég ennþá smittast
allat þegar pilsin styttast.
Hafsteinn svaraði:
Þó að hylji fætur föt,
freistingin mig kvelur,
þarna er betra kálfakjöt
en Kaupfélagið selur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)