3.8.2010 | 21:35
Verðandi sjómenn að veiðum
Myndina tók Óskar Matthíasson árið 1950 um borð í Leó VE 294 gamla Leó eins og við peyjarnir kölluðum bátinn.
Peyjarnir á myndinni heita t.f.v: Ingi Páll Karlsson en texti lendir yfir myndinni af honum, Kristján V. Óskarsson, Sigurjón Óskarsson, Matthías Óskarsson, Sigurfinnur Sigurfinnsson teiknikennari, og Sigmar Þór Sveinbjörnsson.
Allir á myndinni nema Sigurfinnur gerðu sjómennsku að ævistarfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2010 | 17:45
Stjáni frændi að fáann
Kristján Valur 'Oskarsson fyrverandi útgerðarmaður og skipstjóri á Emmu VE 219 er ekki alveg hættur fiskveiðum. Þessi mynd náðist af honum með veiðistöng við bryggjuveiði í Friðarhöfn fyrir Þjóðhátíð. Hann hefur þarna nokkra peyja í vinnu við að húkka af aflanum og sennilega beita líka.
Það hefði verið flott frændi, að eiga svona veiðistöng í gamla daga þegar allt var full af murta í Vestmannaeyja höfn En þá þótti bara gott að vera með prik sem færið var vafið upp á endan
Myndina tók Ómar Kristmansson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)