Iceland Express 9 tíma seinkun

IMG_5729Talsvert mikil seinkun varð á flugi flugfélagsins Astraeus, sem rekur m.a. flugvélar Iceland Express, til og frá Bretlandi í júnímánuði, samkvæmt nýrri skýrslu frá flugmálastjórn þar í landi. Að meðaltali varð 110 mínútna seinkun á kom véla félagsins til Gatwick-flugvallar frá Keflavík en tæprar klukkustundar töf að jafnaði á brottför þaðan til Keflavíkur.

 Það er nú ekki bara seinkun í ferðum þessa félags frá Bretlandi. Ég get ekki stillt mig um að tjá mig um mína reynslu í sumar af þessu flugfélagi.  Ég átti flug frá Billund í Danmörku föstudaginn 30. júli s.l. og áttum við að fara í loftið 1330, strax og við komum á flugvöllinn stóð á brottfaraskjá að vélin færi 1330 eða á réttum tíma. Þegar við vorum búin að skrá okkur inn og komin inn í flugstöð leið stuttur tími þar til seinkun var tilkynnt til 1540. Og síðan var aftur seinkun til 1630 þá var búið að taka vélina sem við áttum að fara með frá rampinum og færa hana á biðstæði sem auðsjáanlega var notað fyrir bilaðar vélar, enda var okkur tilkynnt að vélin væri biluð og það kæmi ný vél frá London eftir 4 til 5 tíma.  Þetta stóðst þannig að siðasata seinkun var til 22,00 og var farið í loftið kl. 2230 eða 9 tímum eftir aulýstan brottfarartíma. Farþegar fengu um miðjan dag 75 kr danskar fyrir kaffi ,máttu nota þennan pening að eigin vali í Flugsöðinni. Og kl 1900 var öllum farþegum boðið að borða einnig á kosnað flugfélagsina þannig að maður var ekki matarlaus eða svangur þennann biðtíma. Það var reynt að upplýsa farþega um gang mála þó það hefði mátt vera betra. Þarna beið fólk með mörg börn og það er merkilegt hvað fólkið var yfirleitt rólegt og tók þessu með jafnaðargeði.                                      En vélin sem kom frá London var nýleg vél sem var mjög gott að ferðast með til Íslands og á ég þar við bæði flugvél og gott starfsfólk.

Ég held að ástæðan fyrir því að oft er seinkun hjá  Iceland Express sé að félagið er með gamlar flugvélar innanum og þær eru oft að bila og þar með að valda seinkunum. Það var langt frá því gott að ferðast með þeirri eldgömlu vél sem flutti okkur frá Íslandi til Billund 16. júli  s.l.

Við höfum nokkrum sinnum flogið með þessu félagi og oftast hefur það gengið vel, en flugfélagið  virðist vera á niðurleið hvað þjónustu og að standast  tímaáætlanir. Það er slæmt mál því nauðsynlegt er að hafa samkeppni í þessu farþegaflugi.

 

 


mbl.is Mikil seinkun á flugi um London í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband