Nýjar myndir frá nýsmíði Þórunnar Sveinsdóttur VE í Skagen

Þorunn S 1þórunn s 2

Þesar myndir sendi Sigurjón frændi mér af skipinu Þórunni Sveinsdóttir sem er í smiðum í Skagen, af þessum myndum að dæma er töluvert búið að gera frá því við heimsóttum Skagen og skoðuðum skipið fyrir einum mánuði. Þarna á fyrstu mynd er Viðar Sigurjónsson Skipstjóri að virða fyrir sér hluta af spilbúnaðinum sem er allur drifin með rafmagni. 

 

Þórun s 3Þórunn S 4

Mikil vinna er fólgin í því að byggja svona nýtísku skip með miklum tækjum og vélbúnaði. Líklega er hægt að mæla rafleiðslur  og kappla í tugum kílómetra. Á þessum myndum er verið að prófa að koma fyrir akkeriskeðjum sem liggja þarna á bryggjuni en þær eru líklega nokkur hundruð metrar báðar til samans. Þá er mikil vinna við að einangra svona skip bæði fyrir kulda, raka og hljóðeinangun.

 

Þórunn s 10Þórunn S 9

 

 Ég þakka Sigurjóni  fyrir þessar myndir og leyfi til að birta þær hér á síðunni minni. Það er gaman að fá að fylgjast með smíði þessa nýja skips.

 

Þórunn s 8Nýsmíði fyrir ÓS ehf komin til Skagen


Hún Kolbrún Soffía á afmæli í dag

IMG_5474IMG_1371

 Hún á afmæli í dag hún Kolbrún Soffía Þórsdóttir og er 3 ára. Myndirnar eru allar frá því í sumar nema eins árs afmælismyndin þar sem hún er með kórónuna. Hún er mikið fyrir eldamennsku eins og sést á þessari fyrstu mynd.  Kolbrún Soffía býr nú í Danmörku.

 

IMG_5463IMG_5457

 Þetta er dugleg stelpa og þæg sérstaklega ef hún fær ís eins og sést hér á myndinni að ofan,  þarna er hún með Þór pabba sínum.

 

IMG_5456

 

 

 

Á þessari mynd er Harpa mamma hennar og Kolbrún amma hennar og nafna.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KOLBRÚN SOFFÍA MÍN Smile


Bloggfærslur 22. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband