20.8.2010 | 21:30
Ótrúlegt ef þetta er rétt
Markvisst og meðvitað er unnið að því hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu að fegra stöðu mála í nýlegri ársskýrslu. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir að borið hafi á því að skýrslum lögreglumanna sé breytt til að draga úr alvarleika mála sem þeir sinna.
Þetta er ótúleg frétt ef rétt er, ég bíð nú eftir viðbrögðum lögreglustjóra eða æðstu embættismanna við þessari frétt. Ef þetta er rétt, hvað er þá að marka aðrar opinberar skýrslur sem út koma um hin ýmsu mál á hverju ári ??? . Svo er talað um að það sé lítil eða engin spilling í okkar góða landi Íslandi.
Ég segi nú eins og maðurinn. ER þetta ekki lögreglumál ?????
Viðbót við færslu: Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert hæft í ásökununum, það séu lögreglumennirnir einir sem komi nálægt skráningunum. Þetta er algjörlega úr lausi lofti gripið, það er enginn að breyta neinum skráningum eftir á og engin fyrirmæli sem við höfum gefið um að slíkt sér gert."
Annar hvor segir ekki satt, þess vegna verður að komast til botns í þessu máli og það strax. Svona uppákoma er mjög slæm fyrir lögregluna og vatn á millu þeirra sem hafa verið hvað harðastir í að gagrýna lögregluna.
Á efri myndinni sem er gömul mynd af lögreglumönnum í Vestmannaeyjum eru t.f.v: Sveinn, Ragnar, Pétur, Stefán yfirlögregluþjónn, Sigurgeir, Jóhannes og Óskar. Á neðri myndinni eru sömu menn við lögreglubílin sem nefndur var Græna Maía
Segir skýrslum lögreglu breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.8.2010 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)