Öryggisbúnaður Hafna hér og erlendis er misjafn

BryggjukannturBryggjustigi

Á þessum myndum sést hvað bryggjukantar eru lágir aðeins um 10 sm og með flága sem auðveldar bílum og hjólum að fara yfir kanntinn. Á 'islenskum bryggjum er lagmarkshæð 20 sm.  þessi bryggja er er alveg ný. Bryggjustigar á þessari bryggju eru góðir en ekki búnir ljósum eins og á íslenskum bryggjum. Engann bjarghring eða annan björgunarbúnað var að sjá þarna á þessari bryggju, en þarna er fólk mikið að veiða á stöng.

 Sem  áhugamaður um öryggismál sjómanna og þar með hafna kom mér á óvart þegar ég var á ferð  í Skagen í Danmörku, hvað öryggisbúnaður í höfnum þar er öðru vísi en á Íslandi, Þar er óhemju mikið af fólki á ferð  um bryggjurnar en litið um öryggisbúnað ef skys ber að höndum. Í Íslenskum höfnum eiga vera samkvæmt reglum um öryggisbúnað hafa eftirfarandi Búnaður á ákveðnu millibili.

Krókstjaki, Bjarghringur, Björgunarnet eða Björgvinsbelti, bjölluskápur eða sími, stigar með ljósi. Þá á lýsing að vera góð og sérstaklega er tekið fram að aðgengi að þessum björgunarbúnaði á að vera góð.

Á bryggjurúnt sem við fórum um höfnina í Skagen  fannst mér þetta vera allt miklu ver búið en í íslenskum höfnum, þarna sannfærðist ég um það enn einu sinni að við Íslendingar erum að mörgu leiti miklu framar í slysavörnum við sjó og einnig um borð í íslensku skipum. Enda hefur slysum fækkað verulega á síðustu 30 til 40 árum.

BjarghringurDanskur fiskibátur

Þessi bjarghringur var eini björgunarbúnaðurinn á þessari bryggju sem var með langan viðlegukannt. Dönsku bátarnir eru upp til hópa vel við haldið eins og þessi á myndinni.

Seglskútur

IMG_5589

Reykajvíkurhöfn er til fyrirmyndar hvað öryggisbúnað snertir, þessar myndir hér fyrir neðan  tók ég af hluta af þeim öryggisbúnaði sem þar er. Annars er öryggisbúnaður hafna sem ég hef séð  kringum landið í nokkuð góðum lagi þó sumstaðar megi gera betur. Miðað við hafnir sem ég hef séð erlendis eru íslenskar hafnir upp til hópa miklu betur búnar öryggisbúnaði.

IMG_2296IMG_2300

IMG_2299


Bloggfærslur 18. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband