16.8.2010 | 22:33
TF-LÍF nær í veikan mann
Sækir norskan sjómann
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er á leið til Reykjavíkur með veikan sjómann af norskum togara.
Beiðni barst frá togaranum rétt fyrir klukkan sjö. Þá var maðurinn orðinn talsvert kvalinn en talið er að hann sé með einhverskonar bólgur í munnholi sem leiði upp í höfuð.Togarinn er staddur 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík og tekur flugið um þrjár klukkustundir fram og til baka, áætlað er að TF-LÍF lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu. Þetta er fjórða útkall þyrlunnar á tveimur vikum þar sem sækja þarf veikan mann um borð í togara á hafi úti.
Enn nær TF-LÍF í veikan sjómann af erlendu skipi hér út í haf. þetta er ánæjuleg frétt og við getum enn einu sinni verið stollt af þessum mönnum sem stjórna þessum frábæru björgunarþyrlum. En þetta vekur mann til umhugsunar um það hvort þau lönd sem eiga sjómenn sem stunda veiðar hér við land, ættu ekki að taka þátt í rekstri þeirra björgunartækja sem margoft hafa á undanförnum árum sótt veika menn af skipum þeirra á haf út. Fyrst þjóðin getur ekki rekið nema tvær þyrlur þá þurfum við að fá hjálp við það frá nágrannaþjóðum.
![]() |
Sækir norskan sjómann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)