Mörg falleg skip að sjá á bryggjurúntinum í gær

IMG_5737IMG_5738

 

IMG_5748IMG_5746

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndirnar hér að neðan eru af ofursnekkjunni Octopus sem er 126 metrar að lengd, til samanburðar er Herjólfur um 70 m. langur. Um borð mátti sjá tvær þyrlur og svo er víst einnig um borð tveir kafbátar ásamt mikið af öðrum búnaði.

Eigandi skipsins er Paul Allan annar stofnandi Microsoft. Menn ræddu það á bryggunni að skipið væri hingað komið til að sigla að soknum skipsflökum sem eigandi skipsins hefði áhuga á að skoða. Þetta er óneitanlega glæsilegt skip og vel búið.

IMG_5757IMG_5749 Þett

 IMG_5753

IMG_5752

 

 

 


Ný Þórunn Sveinsdóttir VE í smíðum í Skagen

Ein af ástæðunum fyrir því að fara til Skagen var að skoða nýtt skip sem er þar í smíðum, þar er  verið að smíða nýja Þórunni Sveinsdóttir VE fyrir ÓS ehf fjölskyldufyrirtæki Sigurjóns Óskarssonar útgerðarmans í Vestmannaeyjum. Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu mínu var skrokkurinn smíðaður í Póllandi og síðan dreginn til Skagen í Danmörku þar sem skipið verður innréttað og sett í það vélar, spilbúnaður og öll þau tæki sem nauðsynleg eru í nýju og fullkomnu skipi. Sigurjón fór með okkur Þór tengdason  um allt skipið og sýndi okkur hvern krók og kima í skipinu, það var  skemmtilegt að sjá hvernig þetta á allt að vera, en þetta er auðsjáanlega allt mjög vandað sem komið er og ekki efast ég um að þegar skipið er tilbúið þá verður þetta eitt glæsilegasta skip Eyjaflotans, þó víða væri leitað. En myndir segja meira en mörg orð. 

 

Juli 2 072Juli 2 066

Nýja Þórunn Sveinsdóttir við bryggju í Skagen og á mynd 2 má sjá brú og mastur sem er nýtískuleg og úr áli.

Myndirnar hér að neðan eru af afturhluta á stýrishúsi þar sem eru stórit gluggar svo auðvelt er fyrir skipstjórnarmenn  að fylgjast með vinnu sem fram fer á veðurþilfari skipsins. Síðan er hér mynd af öflugum afturgálganum.

Juli 2 060Juli 2 059

 

Juli 2 057Danmörk 2010 081

Byrjað er að koma fyrir hluta af spilbúnaðinum og er Sigurjón þarna að skýra út hvernig þetta virkar þegar þetta verður komið í gagnið en öll spil í skipinu eru rafmagnsdrifin. Þá er myndin hér til hliðar af lestinni.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af brúnni sem er stór en þar verður komið fyrir mikið af tækjum og stjórnbúnaði skipsins og stjórnbúnaði á spilkerfi.

Danmörk 2010 074Juli 2 064

Hér á mynd fyrir neðan er gert ráð fyrir borðsal og hluta af íbúðum á næstu mynd er vinnsludekk.

Danmörk 2010 069Juli 2 067

 

Juli 2 061Danmörk 2010 084

Hér fyrir ofan er einnig mynd af borðsal og hluta af íbúðum og ein mynd úr vélarrúmi.

 

Juli 2 056Juli 2 071

Þessi mynd er tekin aftast við skutennu og af nafni aftast á skipinu. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og óskandi stenst það að skipið verði tilbúið í nóvember eða desember næstkomandi.  

                                                                                                                      

Juli 2 053

Til gamans set ég hér mynd af Óskari Matthíassyni og Þórunni Sveinsdóttir móður hans en skipin sem hafa haft þetta nafn eru skírð  eftir henni.  

_skar_og_orunn_amma_sunnuhvoli[1]

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 1. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband