5.7.2010 | 22:10
Nýsmíði fyrir Ós ehf er nú komið til Skagen
Þetta glæsilega skip er í smíðum fyrir Sigurjón Óskarsson og fjölskyldufyrirtæki hans ÓS ehf sem gerði út Þórunni Sveinsdóttir en það skip hefur nú verið selt.
Nýja skipið er smíðað í Pollandi en á að innrétta það í Skagen í Danmörku. Þangað kom það fyrir nokkrum dögum og á skipið að vera tilbúið í nóvember ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Myndina tók ég traustataki af síðu ÓS ehf.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)