4.7.2010 | 22:40
Falleg Eyjamynd
Gullfalleg mynd af Höfninni í Eyjum og Heimakletti, ekki er ég viss um hvenær hún er tekin en þetta er nokkuð gömul mynd.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2010 | 22:18
Skemmtileg helgarferð að Auðsholti í Hrunamannahreppi
Um helgina fórum við hjónin ásamt vinahóp að Auðsholti í Hrunamannahreppi en það er fastur liður í því að halda hópnum að fara eina sumarferð á ári.
Á myndunum eru Kolla, Þrúður, Víglundur, Hólmfríður, Ásta og Kristján. Þarna er setið út í garði fyrir utan Auðsholt í fallegu veðri.
Hér var farið á listaverkasýningu sem var rétt fyrir utan Fluðir.
Við fórum að Fluðum að versla okkur grænmeti og aðra hollustu og eru þessar myndir tekna þar, Kolla hitti Þessa fyrverandi samstarfskonu sem heitir Anna Dóra og manninn hennar, og þessi strákur sat fyrir utan samkaup Strax og passaði þessa tvo hunda.
Hér erum við á Fluðum fyrir utan Samkaup Strax en þar er hægt að fá ís frá Kjörís sá besti, t.f.v; Kristjana, Kristján, Ásta, Þrúður og Gils. Á næstu mynd er hópurinn staddur við stað sem nefndur er Álfaskeið ákaflega fallegur tjaldstaður.
Hér er ný brú í smíðum og á myndinni eru Víglundur, Simmi og Gils á lóðinni í Auðsholti.
Um kvöldið var grillað nautakjöt af bestu gerð með tilheyrandi meðlæti,góður dagur að kveldi komin,
Hndurinn Nökkvi fylgdi okkur stilltur og góður. Loks er hér mynd af Kristjönu að máta hálskraga á sýningu sem ég nefndi hér áður í þessu bloggi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)