Fleiri ljóð eftir Pál H. Árnason Þorlaugargerði

Maríuertlan.

Við garðplægingu vorið 1977

 

Hún kom áðan svífandi frá hólnum,

svo sviflétt og hraðfleig og nett,

Og skartar á bláhvíta brúðarkjólnum,

brosleit og hoppandi létt.

 

Með húfuna svarta og silkigljáa,

síkvikt og langfjaðrað stél,

og vangi, er sveifl’ enni í heiðið háa.

Þá hamingju skiljum við vel.

 

Hún hreiður sér byggir, allt leikur í lyndi,

og lífsgleðin skín  henni af brá.

Eins og traktorinn suðandi sé hennar yndi,

hún sest aðeins tvo metra frá.

 

Svo fylgir hún traktornum garð frá garði,

sig gleður við orma og strá.

Ég oftlega hugfanginn á hana starði,

hún eykur mér vorhug og þrá.

 

 

 ,, Abstraktið” og skaparinn. 

Abstraktið er hvaðan? Hvort kannt þú á því skil.

Ég hvergi skýring finn, svo mér líki.

Er Guðskapaði heiminn, hann vissi ei væri til,

slíkt verðmæti, í  afmyndana heimi.

 

En inn í lífið skaust það og lítið ekki lét,

og léreftin hjá meisturunum prýddi,

með alkyns horn og klaufir,svo naumast nefnt ég get

en nöfnin sögðu til, hvað dótið þýddi.

 

Hann guð var eitt sinn leiður, ný gull hann tók að þrá,

nú gladdist hann og strauk af augum glýju:

,, Loks gátu börnin kennt mér, það er gaman þetta að sjá,

ég geri flóð og skapa allt að nýju,,.

 

Og svo fór hann að hugsa, hvernig hafa ætti menn,

og hnettina, og jörðina og blómin.

og úthöfin, og kvöldroðan, og ótal fleira enn.

Abstraktið, já það var meiri sóminn.

 

En senn féll ský á brána, og sinnið virtist sært,

Hann sveipaðist í bláu himintjöldin:

,, Úh, ég er orðin gamall og get ekki lært,

Ég gef þeim kannski meisturunum völdin.,,

 

En ég ætla að biðja Hann, að stjórna alla stund,

og standa fast, við guðlíking mína,

við stjörnurnar og blómin og geisla gullin sund,

en grafa abstrakt í ruslakistu sína.

 

 

 Við stjórnarmyndun 

Þeir starta allir með stjórnvisku skráða

og stefnur, í munninum.

En láta svo hagsmunahópana ráða

og heyskjast, á grunninum.


Bloggfærslur 15. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband