Jón í Sjólyst

Jón í Sjólyst

 

Jón Guðmundsson Sjólyst um borð í bát sínum Hlýra VE 305.

Jón Maríus Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 9. febrúar 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. apríl 2006.

Myndina tók ég 1998.


Móðgandi skrif blaðamans Frétta

Furðuleg skrif blaðamans Frétta að segja að maðurinn hafi heilsað lögreglu að sjómannsið, eða með öðrum orðum, þarna er fullyrt að það sé siður  sjómanna að heilsa fólki með því að gefa því á kjaftinn. Varla trúi ég því að þetta hafi verið skráð þannig í lögreglubækur, og ekki kemur fram í fréttinni hvort umræddur maður hafi verið sjómaður.

Ég vil sem fyrverandi sjómaður mótmæla harðlega svona áróðri á sjómenn, og það er ekki viðeigandi að Fréttir í Vestmannaeyjum móðgi sína sjómenn með þessum hætti.

 

Fréttin sem er í blaðinu Fréttum

Einn aðili var kærður fyrir ofbeldi gegn lögreglu en sá sló lögreglumann hnefahöggi í andlitið svo á sá.  Lögreglan hafði bankað upp á hjá manninum þar sem kvartað hafði verið undan hávaða frá íbúð hans.  Maðurinn brást hins vegar illa við heimsókn lögreglunnar og heilsaði að sjómannssið.  Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. 
mbl.is Sló lögreglumann í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband