12.7.2010 | 23:38
Góð frétt fyrir alla
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF er komin til starfa að nýju eftir að hafa verið um hríð í reglubundinni skoðun. Landhelgisgæslan hefur nú tvær Super Puma-þyrlur til umráða. Auk TF-LIF er TF-GNA notuð við leit og björgun, löggæslu og eftirlitsstörf Gæslunnar.
Þetta er ein af góðu fréttunum sem aldrei er of mikið af. Að fá TF-LÍF aftur til starfa er frábært og mun auka öryggi sjómanna og allra landsmanna. TF-LÍF flýgur ekki sjálf við eigum sem betur fer frábæra vel þjálfaða flugmenn og flugliða á þessar flugvélar, það skulum við líka muna eftir og meta.
Þyrlurnar gegna ýmsum störfum, hér er þyrla LHG að störfum við þrídranga, en vitinn í þrídröngum er þjónustaður með því að senda menn og búnað í hann með þyrlum.
![]() |
TF-LIF á loft að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)