Skrapp í Fljótshlíðina

IMG_5448

Í fyrradag skuppum við í Fljótshlíðina til Sigurðar Óskarssonar gluggasmiðs og Sigurbjörgu Óskarsdóttur á Bólstað.

Þarna fengum við indælis veður gott spjall og að sjálfsögðu gott með kaffinu. Alltaf nóg að borða  hjá þeim hjónum það vantar ekker upp á  það Smile.

Við mældum hæðina á öspunum sem þau hjón gróðursettu um árið og reyndist hæðsta tréð rétt um 6 metrar á hæð.

Á myndinni er t.f.v; Kolla , Siggi og Sissa þau sitja á veröndinni á Bólstað.

Kær kveðja SÞS


Ljóð eftir Páll H. Árnason í Þorlaugargerði

Páll Í ÞG

 

 

Páll H. Árnason fæddist á Geitaskarði í Langadal 5. ágúst 1906. Hann flutti til Vestmannaeyja frá Húnavatnssýslu 1951 með Guðrúnu Aradóttur konu sinni og sonum. Hann bjó að Þórlaugagerði vestra , einum af ofanbyggjarabæjum í sveitinni í Eyjum. Í Þórlaugargerði bjuggu þau Páll og Guðrún til 1985 er þau fluttu sig um set niður í bæ eins og sagt er.

 Páll lést í janúar 1991.

 

 

 

Eldri  Eyjamenn muna örugglega vel eftir Páli í Þorlaugargerði en hann ferðaðist um bæjinn á dráttarvélinni sinni. Eftirminnilegur maður sem gerði að mér er sagt mörg ljóð og vísur sem því miður eru ekki allar til á blaði, en þessi eru geymd í umræddi Þjóðhátíðarblaði.

 

Ljóðin; Þjóðhátíð '80  og Segulbandstjórinn. 

 

 Þjóðhátíðardraumur ‘ 80 

Sumargleði sanna bera

í sælu Dalnum piltur, freyja.

Fágað allt sem fremst má vera,

á friðarhátíð Vestmannaeyja.

 

Aldursþroski og friðarblómi,

að ævintýrum vinna snjöllum.

Alsgáð skemmtun ein, er sómi,

okkar jarðar töfrahöllum

 

 Segulbandsstjórinn 

Hljómleika hann heldur

því hann á segulbönd

og vorstraumum hann veldur,

sem verma hugans lönd.

Frá Grímsey norðan gekk hann ,

sú girt er íshafs mar,

í nestið  náttsól fékk hann,

af nægtum skín hún þar.

 

Hann lætur ljúfar drósir

hér leika og syngja kátt,

þær anga einsa og rósir

og æfa hörpuslátt.

Hann lúinn öldung yngir,

svo ærslast nikkan hans,

en kátt hvert lagið klingir

og hvetur alla í dans.

 

Fljúg þú, fljúg þú klæði,

já fljúg þú loftin blá.

Syng þú, syng þú kvæði

já syng um ást og þrá.

Slá þú, slá þú strengi

já slá þú skæran hljóm.

Vinn þú, vinn þú lengi

já vinn þú burt hvert tóm.

 

P.H.Á.

Ljóðin fann ég í gömlu Þórs Þjóðhátíðarblaði frá 1980.


Bloggfærslur 11. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband