1.7.2010 | 21:53
Strandveiðar eru skemmtilegar og nauðsynlegar
Eitt af því jákvæða sem ríkistjórnin hefur gert er að koma á þessum svokölluðu strandveiðum, sem hafa fært mikið líf í mörg sjávarþorp sem hafa verið steindauð í mörg ár. Í starfi mínu sem skipaskoðunarmaður ferðast ég svolítið um landið og ræði við menn sem vinna við sjávarsíðuna. Margir sem ég hef rætt við hafa sagt mér að þessi strandveiði hafi virkað eins og vítamínsprauta á þessi sjávarþorp.
En áróðurinn á þetta kerfi strandveiða er ótrúlega mikill m.a. vegna þess að reglurnar um standveiðar eru kannski ekki nógu fullkomnar, það þarf örugglega að sníða marga vankanta af þessu kerfi í framtíðinni. En vonandi verður þetta kerfi til frambúðar landsbyggðinni til framdráttar.
Á myndinni er vinur minn Högni Skaftason skipstjóri og sjómaður með boltaþorska sem hann fékk í gær fyrir austan, en hann er á strandveiðum og rær frá Stöðvarfirði. Ekkert er skemmtilegra en að vera á sjó í góðu veðri á handfærum, enda sést það greinilega á svipnum á Högna að hann er alsæll með aflan og lífið.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)