5.6.2010 | 20:12
Skemmtilegur flugdagur í Reykjavík í dag
Það er alltaf jafn skemmtilegt að koma á flugsýningu áhugamanna um flug á Reykjavíkurflugvelli, þar sem ekki skemmdi frábært veður. Þó nokkrar nýjar vélar sem ekki hafa sést áður á þessum sýningum voru þarna.
Hér fyrir ofan eru tvær glæsilegar vélar. og hér fyrir neðan eru tveir af starfsmönnum sýningarinnar, því miður þekki ég bara þennan mann í gula jakkanum en hann heitir Valur Stefánsson flugmaður með meiru.
Tvær þyrlur önnur ofurlítil. 'Eg þori ekki að byrja á því að nefna tegundir þessara véla svo ég verði mér ekki til skammar. Þessi maður sem myndiner af í glerhúsinu sagði gestum frá hverri vél hvað hún væri gömul hann lýsti flugeiginleikum og fleiru, hann var mjög góður í þessu starfi.
Sem sagt skemmtilegur dagur á Reykjavíkurflugvelli.
Takk fyrir mig. SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2010 | 19:20
Sjómannadagur skal hann heita
Nú er komið að Sjómannadagshelgi 2010, og enn er ráðist að þessum degi með samþykki stéttafélaga á Reykjavíkursvæðinu með því að skíra daginn upp og kalla hann Hátíð hafsins, daginn sem er samkvæmt lögum ætlaður íslenskum sjómönnum til að kynna sitt starf og sín baráttumál.
Í Morgunblaðinu í dag fylgir Sjómannadagsblaðið að þessu sinni með nokkuð góðu efni að mér finnst.
Í miðju blaðsins er dagskrá sem nefnd er Hátíð hafsins 5. 6 júní 2010 ekki orð um það að þetta er SJÓMANNADAGURINN og ekkert annað, það er með ólíkindum að sjómannasamtökin skuli samþykkja þessa breytingu á nafni Sjómannadagssin og sýnir það svart á hvítu hvað Sjómannadagráð er gjörsamlega slitið úr tengslum við sjómennina sjálfa.
Sjómannadagurinn er hátíðisdagur Sjómanna og haldin þeim til heiðurs, eftirfarandi er m.a. tilefni dagsins:
2. grein
a) Sjómannadagsráð hefur með höndum hátíðahöld Sjómannadagsins ár hvert í samræmi við stofnskrá um Sjómannadag frá 1937 og lög um Sjómannadag, nr. 20, 26.mars 1987.
Við tilhögun Sjómannadags skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi: ,,
- Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.
- Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra.
- Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
- Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf.
- Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins .
Það er hvergi í lögum um SJÓMANNADAGINN talað um að það eigi að gera hann að hátíð fyrir hafið, eða breyta nafni hans. Í lögum heitir hann SJÓMANNADAGUR og þannig á það að vera.
Í blaði sem heitir ÚTVEGURINN og kom út nú fyrir helgi er grein er nefnist Hátíð hafsins alla helgina, þar segir m.a. orðrétt:Hátíð hafsins 2010 verður haldin 5.- 6.. júní. Hafið hefur verið ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga í mörg hundruð ár og því vel við hæfi að hilla það með skapandi skemmtilegri hátíð. Fjölbreytt dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar hefst á laugardagsmorgun og líkur seinniparts sunnudags.
Eru þetta ekki ótrúleg skrif í þessu blaði, maður spyr sig hvað eru menn að hugsa sem skrifa svona þvælu.
Að sjómannadagsráði Hafnafjarðar og Reykjavíkur standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: Félag skipstjórnarmanna, Félaf vélstjóra og máltæknimanna, Sjómannafélag íslands, Félag íslenskra loftskeyta manna, Sjómannafélag Hafnafjarðar og Félag bryta.
Ég skora á alla sjómenn að mótmæla því að verið er að reyna að hirða SJÓMANNADAGINN af sjómönnum og rýra gildi hans fyrir sjómenn .
Sendi sjómönnum fjölskyldum þeirra og öllum landsmönnum kærar kveðjur á Sjómannadagin með baráttukveðjum.
SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)