Áhöfnin á Þór VE myndin var tekin á Akureyri 1924.

Áhöfnin á Varðskipinu og björgunarskipinu Þór VE sem var fyrsta björgunar- og Varðskip Íslendinga.

 

skipshöfn  Þór

 

Ein fyrsta skipshöfnin á ,, Vestmannaeyja- Þór’’ Fremsta röð frá vinstri: Jón ?? , 2. vélstjóri; 2. Guðbjartur Guðbjartsson, 1. vélstjóri; 3. Jóhann P. Jónsson, skipherra; 4. Friðrik V. Ólafsson , 1. stýrimaður; 5. Einar M. Einarsson , 2. stýrimaður; 6. Lundquist,, kanoner’’

 ( hann kenndi að nota fallbyssuna). Miðröð frá vinstri: 1. Jón Jónsson, léttadrengur, (seinna skipherra); 2.  Helgi ?? , kyndari; 3. Páll Guðbjartsson, kyndari; 4. Edvard friðriksson, bryti; 5. Skúli Magnússon Loftskeytamaður. Aftasta röð frá vinstri: 1. Sigurður Bogason frá Stakkagerði, háseti síðast skrifstofustjóri Vestmannaeyja kaupstaðar ( heimildarmaður að skýringunni á myndinni) ; 2 Þórður Magnússon , háseti, 3 Þórarinn Björnsson, bátsmaður, síðar skipherra; 4 Þorvarður Gíslason, háseti síðar skipherra; 5Magnús ?? , háseti.

 Myndir þessar voru teknar á Akureyri sumarið 1924, en það sumar var fallbyssan sett á Þór, áður en farið var norður til eftirlits með síldarflotanum.

Myndirnar lánaði mér Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði í Vestmannaeyjum en faðir hans var háseti á Björgunar og varðskipinu Þór og átti hann þessar myndir.

 

Seinni myndin er tekin á sama tíma.

Skipshöfn  Þór 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MS Þór kom til Vestmannaeyja 26. mars 1920 hreppti hann vont veður á heimleiðinni.

Vestmannaeyingar höfðu eignast fyrsta björgunar- og varðskip við Ísland. Þau sem fyrir

voru voru dönsk. Þór byrjaði giftursamlega sín björgunarstörf, bjargaði bát og áhöfn

 austur af Eyjum.

  

 Björgunarskipið Þór


Höfum við efni á að fækka þyrlum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna svifdreka sem brotlenti í Spákonufelli sem er fyrir ofan Skagaströnd. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðvesturlandi voru kallaðar út.

Nú nýlega var tekin sú kvörðun að endurnýja ekki leigusamning einnar af þremur þyrlum Landhelgisgæslunar, en leigusamningurinn rennur út nú um mánaðarmótin. Í kjölfarið mun landhelgisgæslan aðeins hafa tvær þyrlur í þjónustu sinni. Þegar Georg Lárusson forstjóri LHG var spurður á dögunum hvort nægði að hafa tvær Þyrlur svaraði hann:,, Auðvitað vildum við hafa hér fjórar vélar eins og talin er þörf á en nú árar illa svo þetta er það skásta sem við teljum okkur geta gert. Starfsemi Landhelgisgæslunar hefur verið skorin niður um 40 til 45% frá árinu 2008.

Maður spyr sig er einhver glóra í þessu að skerða svo öryggi landsmanna að það geti kostað mannslíf. Öryggi sjómanna er verulega ábótavant með fækkun á þyrlum, og við skulum einnig hafa í huga að öryggi þyrluflugmanna og áhafna á þyrlunum er einnig verulega skert ef ekki er til varaþyrlur. Þyrlur geta bilað eins og margoft hefur komið fyrir, þá verður að vera til aukavél til aðstoðar eða bjargar, því oftar en ekki eru þessi tæki kölluð út í slæmum veðurskilyrðum.

Það er undarlegt að hægt sé að eyða hundruðum miljóna í umsókn í ESB þegar vitað er að meirihluti landsmanna er á móti þessari aðild. Þá er með ólíkindum að enn er verið að henda hundruðum miljóna eða réttara sagt miljörðum í Hörpu tónlistarhúsið sem aldrei á eftir að vera nema baggi á þjóðinni. Að ég tali nú ekki um þá peninga sem settir eru í margumræddar erlendar herflugvélar sem fljúga hér umhverfis landið engum til gagns. Svona mætti lengi telja.

Væri ekki nær að setja þessa peninga í LHG og þar með bæta öryggi Sjómanna og allra landsmanna. Við höfum ekki efni á því að fækka þyrlum og minka öryggi landsmanna.

 


mbl.is Brotlenti á Spákonufelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband