Í Eyjum um síðustu helgi

 

IMG_5356

 Um síðustu helgi var ég staddur í Eyjum og eins og vanalega keyrði ég um Heimaey til að skoða mig um.

Eyjarnar skarta sínu fegursta á  þessum tíma, það er því gaman að keyra um og skoða þær breytingar sem orðið hafa á þeim 12 árum sem liðin eru frá því við fluttum frá Eyjum.

Miklar breytingar hafa orðið í bænum, fjöldamörg hús eru horfin og önnur ný komin í staðinn. Mörg af þessum gömlu húsum máttu nú  hverfa en maður saknar þó húsa sem voru falleg eins og Baldurhaga. En þar er komið fjölbýlishús sem að mínu mati er í stærra lagi. 

 Það sem kom mér mest á óvart er risastór bygging í Herjólfsdal sem að mínu mati skemmir Dalinn, það er með ólíkindum að þetta skuli vera samþykkt af bæjaryfirvöldum. Ég ræddi þetta við marga vestmanneyinga og flestallir sem ég talaði við voru hundóánægðir með þessa framkvæmd, sem er sögð gerð vegna þess að reiknað er með aukningu á þjóðhátíðum næstu árum.                                 Lítil umræða hefur farið fram um um þetta að sögn þeirra sem ég talaði við og er það sennilega vegna þess að eyjamenn verða að sína samstöðu Frown  Maður hugsar með sér hvað golfararnir gera til að verja glæsilegan golfvöll yfir þjóðhátíðina, það hlítur að vera áhyggjuefni fyrir þá að fá13 til 15 þúsund mans á þjóðhátíð.

 

IMG_5341

 

Blátindur var á sínum stað og litill sómi syndur enda ekki á réttum stað í goggröðinni.

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5352


Bloggfærslur 22. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband