100 ára minning um mann, Óskar Sigurðsson

Óskar Sigurðsson endurskoðandi m.m .Minning um mann, Óskar Sigurðsson.

F. 1.JÚNI 1910 .D. 4.JÚNI 1069

 

Í dag 1. júní 2010 er liðin 100 ár frá fæðingu Óskars Sigurðssonar endurskoðanda og fv. forstjóra Vinnslustöðvarinnar hf í Vestmannaeyjum.

Óskar var fæddur í Vestmannaeyjum 1. júní 1910, sonur hjónanna Sigurðar Ólafssonar trésmiðs frá Hrútafellskoti í A- Landeyjum er síðar gerðist formaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og konu hans Auðbjargar Jónsdóttir frá Tungu í Fljótshlíð.

Óskar ólst því upp í Vestmannaeyjum ásamt tveimur systrum sínum þeim Lilju og Báru hann átti eina hálfsystir Sigurbjörgu.

Úr verslunarskóla Íslands útskrifaðist Óskar 1929. Lá þá leiðin til Þýskalands til frekara náms. Hann opnaði í Vestmannaeyjum umboðs- og heildverslun að nokkru leiti í sambandi við H. Benediktsson & co í Reykjavík og byggði þá húsið Óskastein ásamt Óskari Bjarnasyni yfir starfsemi sína.

Í stríðsbyrjun hóf Óskar einnig störf hjá Haraldi Eiríkssyni hf í Vestmannaeyjum og gerðist meðeigandi í því fyrirtæki. Löggiltur Endurskoðandi varð hann 1945. Hann tók hann að sér bókhald fyrir fjölmörg fyrirtæki og opinbera aðila.

Fljótlega eftir að Vinnslustöðin hf  í Vestmannaeyjum var stofnuð tók hann að sér bókhald og gjaldkerastörf fyrir það fyrirtæki og síðan forstjórastarf, en Vinnslustöðin hf var eitt af stæðstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins á þessum tíma. Einnig var Óskar skrifstofustjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar hf .

Hann starfaði m.a. fyrir Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna.

Óskar Sigurðsson stundaði í áratugi bátaútgerð og átti þegar hann lést ásamt fleirum hið aflasæla skip Huginn II. VE 55.

Árið 1942 giftist Óskar konu sinni Soffíu Zophaníasdóttur f. 6. des. 1919 d. 5.ágúst 1985  frá Akranesi og áttu þau saman þrjú börn: Sigurð trémið og kafara. Friðrik Inga bókara og Kolbrúnu Ósk ritara.

Í daglegri umgengni var Óskar hið mesta ljúfmenni og drengur góður. Hæglátur, orðvar og prúður athafnamaður, sem mátti ekki vamm sitt vita. Hugsunin snerist ætíð um hag fyrirtækjanna og fólksins sem hann var í forsvari fyrir og tók hann mjög nærri sér erfiðleika sjávarútvegsins og fiskiðnaðarins og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum, en gengi sjávarútvegs hefur jú oft gengið misjafnlega.

Gott var að sækja þau hjónin Óskar og Soffíu heim en þau áttu fallegt heimili á Helgafellsbraut 31 í Eyjum, áður bjuggu þau að Hvassafelli en við það hús var fjölskyldan oft kennd við.

Þessi fáu orð um Óskar Sigurðsson eru m.a. byggð á minningargreinum um hann sem þeir samstarfsmenn hans Páll Lútersson og Guðmundur H. Garðarsson skrifuðu í Morgunblaðið 11. júní 1969.

 

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 1. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband