1.5.2010 | 18:13
Formannatal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2010 | 17:15
Í tilefni dagsins 1. maí
AFMÆLISBLAÐ VERKALÝÐSFÉLAGS VESTMANNAEYJA
Í þessu blaði sem gefið var út 1969 í tilefni 30 ára afmælis Verkalýðsfélags Vestmannaeyja er ljóðið "Verkamaður,, það er við hæfi að birta ljóðið nú á 1. maí degi verkalíðsins.
Það er virkilega gaman að lesa þessi gömlu blöð ekki hvað síst vegna þess að maður man vel eftir þessum mönnum sem þá voru í forstu í verkalíðsbaráttu í Vestmannaeyjum.
Langar mig að nefna hér nokkur nöfn sem koma fram í afælisritinu og ég man vel eftir: Engilbert Jónasson, Hermann Jónsson, Elías Sigfússon, Magnús Magnússon,Páll Þorbjörnsson.
Verkamaður
Hann var eins og hver annar verkamaður
í vinnufötum og slitnum skóm.
Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður
og átti ekki neinn helgidóm.
Hann vann á eyrinni alla daga
þegar einhverja vinnu var hægt á fá,
en konan sat heima að stoppa og staga
og stugga krökkunum til og frá.
Svo var það eitt sinn þann óra-tíma
að enga vinnu var hægt að fá.
Hver dagur var hartsótt og hatrömm glíma,
við hungurvofuna til og frá.
Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum,
og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir níð.
Og loksins kom að því þeir börðust í bænum,
um brauð handa sveltandi verkalíð.
Þann dag var hans ævi á enda runnin
og engin veit meira um það.
Með brotinn hausinn og blóð um munninn
og brjóst hans var sært á einum stað.
Hans var hljótt eins og fórn í leynum,
í fylkinguna sást hvergi skarð.
Að stríðinu búnu á börum einum,
þeir báru hans lík upp í kirkjugarð.
Og hann var eins og hver annar verkamaður,
í vinnufötum og slitnum skóm.
Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður
og átti ekki nokkurn helgidóm.
Engin frægðarsól eða sigurbogi
er samtengdur við minningu hans,
En þeir segja rauðir logar logi
á leiði hins fátæka verkamanns.
Steinn Steinar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)