22.4.2010 | 16:10
Gleðilegt sumar
Sendi bloggvinum mínum, og öllum sem hafa heimsótt siðuna mína nafar.blogg.is góðar óskir um Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Í dag notaði ég góða veðrið og fór bryggjurúnt um Reykjavíkurhöfn, þar sá ég m.a. Sighvat Bjarnason VE nýmálaðann og smellti af honum þessari mynd. Eins og sjá má er þetta stærðarinnar skip.
Frekar rólegt var við höfnina lítið um ferðamenn en þó voru farþegaskipin sum hver á ferðini með eitthvað af farþegum.
Það var frekar kallt við höfnina eins og oft áður enda norðan næðingur. Og hér er annað skip nýmálað sem heitir Herkúles.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)