2.4.2010 | 23:43
Á síldveiðum í þá gömlu góðu daga
Bloggar | Breytt 8.4.2010 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2010 | 13:56
Úr Þjóðhátíðarblaði Þórs 1962
Í Þjóðhátíðarblaði Þórs 1962 skrifar Árni Árnason frá Grund grein er hann nefnir Hugleiðingar um Þjóðhátíð. Þar segir meðal annars:
Allt löggæsluvald er óþarft í Herjólfsdal á Þjóðhátíðinni þótt allir íbúar Eyjanna séu þar samankomnir í 3 daga, auk aðkomugesta í jafnvel þúsundatali. Þessir bræðralags eiginleikar Eyjamanna vekja furðu gestkomandi hér og fólks úti á landsbyggðinni, þar eð venjulega um líkt leyti , berast fregnir um slys og róstur af margskonar héraðsmótum víðsvegar frá landinu. Þar þarf jafnvel lögreglumenn í tugatali til að halda uppi reglu og friði á mikið mannfærri útiskemmtunum og héraðsmótum. Hér vill enginn verða til þess að rjúfa friðhelgi Þjóðhátíðarinnar, það finnst hverjum heimamanni hin mesta og ófyrirgefanleg hneisa. Enþá höfum við verið svo heppinn, að þessi hugsunarháttur og friðhelgi hrífur svo hugi aðkomugesta, að þeir hegða sér nákvæmlega eins þ.e. sem sannir þjóðhátíðargestir, sjálfum sér til gleði og öðrum til fyrirmyndar. Slíkt aðkomufólk er Eyjabúum aufúsugestir. Um þetta mætti segja:
Heilir komið hingað þér
Herjólfs inn í dalinn,
allir jafnir, enginn hér
öðrum fremur talinn.-
Látum sjást, að sundrung ber
sætið yzt til hliðar.
Gleðjumst því unz gengin er
gullin sól til viðar.
Árni Árnason frá Grund
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2010 | 11:49
Fiskiðjan full út úr dyrum
Ætli við getum ekki bara skírt þessa mynd : "Einu sinni var".
Ég er hræddur um að þessi vinnubrögð væru ekki leyfð í dag.
Myndin er tekin í apríl 1959 í Vestmannaeyjum nánar tiltekið norðan við Fiskiðjuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)