4.3.2010 | 23:18
Vestmannaeyjahöfn frá ýmsum tímum
Vestmannaeyjahöfn frá ýmsum tímum, það hafa farið fram miklar framkvæmdir við Vestmannaeyjahöfn gegnum tíðina, og þar hefur grafskipið Vestmannaey (sem nú hefur verið fargað) átt stóran þátt í að grafa út höfnina.
Um daginn kom Kristján Valur Óskarsson frændi minn og færði mér disk með efni um grafarann. Hafði hann tekið vídeómyndir af grafaranum við dýpkunarstörf síðustu verkefni hans við gröft í Vestmannaeyjahöfn. Hann tók myndir af skipinu bæði að utan og svo í lúkar, vélarrúmi og geymslum. Þetta eru ómetanlegar myndir að eiga og á Kristján heiður skilið fyrir þetta framtak.
Mynd 1 er líklega frá árunum 1960 - 1965
Mynd 2 er frá 1950 eða þar um bil
Bloggar | Breytt 7.3.2010 kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2010 | 22:32
Trollið híft inn á Elliðaey VE 45
Um borð í Elliðaey VE 45
Á myndinni eu þeir Björn og Eiður að stýra togvírunum inn á spilið, ekki man ég hver þarna er að stjórna spilinu, en myndina tók ég á vetrarvertíð 1973.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)