30.3.2010 | 23:18
Saga báts: Húni II. í tímana rás
Einn góður vinur minn sendi mér um daginn lítið rit sem ber nafnið: Saga báts: Húni II. í tímana rás.
Höfundur efnis: Þórarinn Hjartarson
Útfefandi: Hollvinir Húna II.
Gefið út með styrk frá Hagþenki.
Forsíðumynd: Þorgeir Baldursson.
Í þessu riti er rakin saga Húna II í máli og myndum, hvar hann var byggður og hverjir unnu við smíðina, einnig hverjir hafa átt skipið og hvernig hefur gengið að fiska á það.
Akureyringar eiga heiður skilið að hafa nú tekið Húna II í sína vorslu og eru staðráðnir í að varðveita skipið, sem nú er safnskip sem notað er til skemmtisiglinga með farþega.
Ég skrifa kannski meira seinna um þetta skip hér á síðuna mína, en ég hef aðeins gegnum starfið mitt kynnst þeim frábæru mönnum sem í dag eru eru þessir svokölluðu hollvinir Húna II.
Það gætu margir áhugamenn um varðveitslu gamalla skipa tekið þessa menn á Akureyri til fyrirmyndar.
Kær kveðja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2010 | 21:57
Skírn Sigmars Benóný á Króknum
Um helgina fórum við fjölskyldan til Sauðakróks til að vera við skírn á nýjum peyja sem kom í heiminn 9. febrúar, foreldrar Óskar Friðrik Sigmarsson og Júlía Pálmadóttir Sighvats, Peyjinn fékk nafnið Sigmar Benóný. Myndirnar eru teknar við það tækifæri. Mynd 1. Vantar nafnið á myndasmiðinn, Magnús Orri, Óskar Friðrik, Júlía og Sigmar Benóný. Mynd 2. Óskar Friðrik, Magnús Orri og Ketill.
Myndirnar hér fyrir neðan eru af Júlíu sem gerir sig klára fyrir skírnina, mynd 4. er Hrefna Brynja að lesa ljóð eftir Pálma afa Sigmars Benóný og síðan kemur presturinn sem heitir Gísli og Sigmar Þór.
Fjölskyldumynd þar sem Gömlu hjónin eru með börnum og mökum þeirra ásamt barnabörnum. Fremsta röð tfv: Magnús Orri Óskarsson, Óskar Friðrik Sigmarsson, Hrefna Brynja Gísladottir, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, heldur á Sigmari Benóný Óskarsyni, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Matthías Gíslason, Bryndís Gísladóttir. Aftari röð tfv: Júlía Pálmadóttir Sighvats, Harpa Sigmarsdóttir, Kolbrún Soffía Þórsdóttir, Þór Sæþórsson, Hrund Snorradóttir og Gísli Sigmarsson.
Pálmi, Hrefna Brynja og Sigmar Þór, Birgitta í dyrunum. þá koma Birgitta og Kolla í góðum gír. og hér fyrir neðan eru stolltar ömmur Kolla og Birgitta með Sigmar Benóný.
Bryndís, Hrund, Harpa og Kolbrún Soffía.
Bloggar | Breytt 1.4.2010 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)